Trúlofuðu sig fyrir framan pylsuvagn

Parið unga trúlofaði sig fyrir framan pylsuvagn í Yellowstone þjóðgarðinum …
Parið unga trúlofaði sig fyrir framan pylsuvagn í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Skjáskot/Instagram

Zach „N Cheese“ Chatham og Hannah Fogus trúlofuðu sig með eftirminnilegum hætti  fyrir framan pylsuvagn í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum.  

Chatham starfar við það að keyra vagninn um Bandaríkin og fannst það tilvalið tækifæri að biðja sinnar heittelskuðu í hinum fallega þjóðgarði Yellowstone. 

„Ég hef alltaf vitað að Hannah væri sú eina rétta en ég beið eftir tækifærinu að gera bónorðið eftirminnilegt. Þegar ég fékk síðan þetta starf vissi ég að nú væri tækifærið komið,“ segir Chatham.

mbl.is