Færri ferðalög valda stressi og kvíða

Fólk er þyrst í ferðalög.
Fólk er þyrst í ferðalög. Ljósmynd/Colourbox.dk

Könnun á meðal viðskiptavina American Express í Bandaríkjunum sýnir að fólk ætlar að verja meiri tíma á heimilinu í haust en áður. Einnig kemur fram að stór hluti saknar þess að ferðast og hefur það áhrif á andlega líðan margra. 

Nær helmingur fólks eða 48 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni játar að færri ferðalög geri það að verkum að fólk verður stressað og kvíðið. Tveir af hverjum þremur segja að ferðalög séu það sem fólk saknar einna mest núna. 

Einnig kemur fram í könnuninni að þrátt fyrir að fólk verji nú meiri tíma inni á heimilinu en áður dreymir 67 prósent um að ferðast með fjölskyldu sinni þegar ferðatakmörkunum lýkur. Aftur á móti sækjast aðeins tíu prósent eftir því að ferðast ein síns liðs.

Fólk dreymir um frí með fjölskyldunni.
Fólk dreymir um frí með fjölskyldunni. Ljósmynd/Colourbox.dk
mbl.is