Afhjúpuðu kynið á stærstu byggingu heims

Það fór ekki fram hjá fólki í Dúbaí af hvaða …
Það fór ekki fram hjá fólki í Dúbaí af hvaða kyni væntanlegt barn Anas Marwah og Asala Maleh er. Samsett mynd

Youtubestjörnurnar Anas Marwah og Asala Maleh vöktu athygli á dögunum fyrir „stærstu kynjaveislu í heimi“. Kyni væntanlegs barns þeirra var varpað á hæstu byggingu í heimi, sem er í Dúbaí. Anasala-fjölskyldan er með næstum því átta milljónir fylgjenda á YouTube og hefur uppátækið vakið mikla athygli. 

Skýjakljúfurinn sem um ræðir var vígður árið 2010 og er þekktur undir heitinu Burj Khalifa. Hann er 829,8 metra hár og eru 163 hæðir í byggingunni. Byrjað var að byggja skýjakljúfinn árið 2004 og lauk byggingunni árið 2009. 

Anas Marwah, Asala Maleh, dóttir þeirra Mila og fjölskyldur þeirra komu saman í Dúbaí til þess að komast að kyni barnsins. Þau fylgdust með bleikum og bláum litum birtast á byggingunni, talið var niður og að lokum lýstist skýjakljúfurinn upp í bláum lit og á stóð „It's a boy“ eða „Það er strákur“. 

Kynjaveislur eru viðkvæmt málefni í dag eftir að yfirvöld í Kaliforníu greindu frá því að upptök eins af mörgum skógareldum í ríkinu mætti rekja til kynjaveislu þar sem flugeldum var skotið upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert