Níu metra hár súkkulaðigosbrunnur vígður

Stjórnarformaður Lindt Ernst Tanner, svissneski tenniskappinn Roger Federer og fjármálaráðherra …
Stjórnarformaður Lindt Ernst Tanner, svissneski tenniskappinn Roger Federer og fjármálaráðherra Sviss Ueli Maurer voru viðstaddir þegar súkkulaðigosbrunnurinn var afhjúpaður. AFP

Einn stærsti súkkulaðigosbrunnur í heimi var vígður við hátíðlega athöfn í Kilchberg nálægt Zürich á dögunum. Gosbrunnurinn er á nýju súkkulaðisafni súkkulaðiframleiðandans Lindt í Sviss sem ber nafnið Lindt Home of chocolate. 

Hinn 10. september voru þeir Ernst Tanner stjórnarformaður Lindt & Sprüngli,  tennisstjarnan Roger Federer og fjármálaráðherra Sviss, Üli Maurer, viðstaddir þegar súkkulaðigosbrunnurinn var afhjúpaður. Gosbrunnurinn er níu metra hár en eitt þúsund og fimm hundruð kíló af súkkulaði renna um hann. 

Safnið var síðan opnað formlega hinn 13. september. Sviss er þekkt fyrir súkkulaðiframleiðslu sína og nú geta ferðalangar sem eiga leið hjá kynnt sér allt sem viðkemur súkkulaðiframleiðslunni og Lindt-súkkulaðinu. Súkkulaðisjúklingar geta sett áfangastaðinn á listann hjá sér. Á safninu er hægt að smakka súkkulaði, fá fræðslu um gerð þess, fara í stærstu súkkulaðibúð í heimi og búa til sitt eigið súkkulaði.

Gosbrunnurinn er níu metra hár.
Gosbrunnurinn er níu metra hár. AFP
Súkkulaðihimnaríki í Lindt Home of chocolate.
Súkkulaðihimnaríki í Lindt Home of chocolate. AFP
mbl.is