Dorrit ferðast með stæl

Dorrit Moussaieff kann að ferðast með stæl.
Dorrit Moussaieff kann að ferðast með stæl. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Það er ekki annað hægt að segja um Dorrit Moussaieff en að hún kunni að ferðast með stæl. Forsetafrúin fyrrverandi birti mynd af sér um borð í einkaþotu í dag það sem hún virðist svo sannarlega vera að njóta lífsins. 

Á myndinni liggur hún berfætt á sófa með teppi yfir sér. Á andlitinu er hún svo með rakagefandi maska, enda þurrkar flugvélaloftið húðina. 

Dorrit hefur verið á faraldsfæti í haust en hún var í Grikklandi, í Feneyjum á Ítalíu og einnig Austurríki. 

Skjáskot/Instagram
mbl.is