Malasískur api tók „sjálfur“ á stolinn síma

Apinn tók fjölda myndbanda og mynda upp á símann.
Apinn tók fjölda myndbanda og mynda upp á símann. Ljósmyndir/Apinn

Hinum malasíska Zackrydz Rodzi brá heldur betur í brún þegar hann endurheimti símann sinn úr höndum apa á dögunum og sá að apinn hafði tekið fjölda mynda og myndbanda. 

Rodzi deildi myndunum sem apinn tók á samfélagsmiðlum og hefur hlotið mikla athygli í kjölfarið. Hann segir í viðtali við BBC að hann hafi tekið eftir því að síminn hans var horfinn þegar hann vaknaði á laugardaginn síðasta. 

Ekki virtist vera um innbrot að ræða en hann leitaði símans allt fram á sunnudag. Á sunnudag heyrðist í símanum í frumskóginum við hús hans. Þegar Rodzi fór að skoða símann komst hann að því að apinn hafði tekið myndbönd og myndir á símann. Af myndböndunum að dæma var hann að reyna að éta símann.

mbl.is