Systur sameinaðar á ný í London

Systurnar Eugenie og Beatrice eru afar nánar.
Systurnar Eugenie og Beatrice eru afar nánar. Skjáskot/Instagram

Bresku prinsessurnar Beatrice og Eugenie hafa átt gæðastundir saman upp á síðkastið í London. Beatrice er nýkomin úr brúðkaupsferð um Suður-Frakkland og Ítalíu en Eugenie hefur varið sumarfríi sínu í Balmoral-höll í Skotlandi þar sem drottningin og Filippus prins dvöldu einnig.

Systurnar eru sagðar mjög samrýndar og búa skammt hvor frá annarri. Beatrice býr ásamt eiginmanni sínum Edoardo í íbúð í St James's Palace en Eugenie býr ásamt sínum manni, Jack Brooksbank, í þriggja herbergja smáhýsi við Kensington-höll. 

mbl.is