Eitt dýrasta hótel landsins skellir í lás

Deplar Farm verður lokað fram að áramótum.
Deplar Farm verður lokað fram að áramótum. Mynd/Eleven Experience

Lúxushótelið Deplar Farm í fljótunum hefur verið skellt í lás og stór hluti starfsfólksins verið sagt upp að því er fram kemur á vef Rúv. Stefnt er að því að endurmeta stöðuna eftir áramót.

Deplar Farm er eitt dýrasta hótel landsins og hefur dregið til sín efnameiri ferðamenn. Það er í eigu bandaríska fyrirtækisins Eleven Experience en hótelið var opnað vorið 2016. 

Í viðtali við Rúv segir Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi, að hann vonist til að lokunin verði aðeins tímabundin.  Sextíu og eitt stöðugildi hafi verið á hótelinu að meðaltali á ársgrundvelli en mikil fækkun hafi orðið eftir tvær hinur uppsagna á þessu ári. Sú fyrri var í upphafi faraldursins í vor og hin um síðustu mánaðamót. Aðeins verði þrettán starfsmenn eftir á Deplum til að halda við húsakosti, tækjabúnaði og slíku.

Haukur segir það vera vonbrigði að fá ekki leyfi til að taka á móti ferðamönnum sem gætu dvalið í sóttkví á Deplum. Hann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga frá þeirra markhóp um að koma í sóttkví á Íslandi. Hótelið sé kjörinn staður til að taka á móti hópum enda á afskektum stað. 

Deplar Farm fékk ekki leyfi til þess að taka á …
Deplar Farm fékk ekki leyfi til þess að taka á móti ferðamönnum í sóttkví.
mbl.is

Bloggað um fréttina