Ferðamaður reyndi að smygla sandi

Ferðamaður á Sardiníu reyndi að smygla fallegum sandi með sér …
Ferðamaður á Sardiníu reyndi að smygla fallegum sandi með sér heim. Ljósmynd/Colourbox.dk

Franskur ferðamaður hefur verið sektaður um þúsund evrur fyrir að reyna smygla sandi frá Sardiníu. Ferðamaðurinn var með tvö kíló af sandi í handfarangri en það er ekki leyfilegt að fara með sand frá eyjunni að því fram kemur á vef CNN. 

Ferðamaðurinn var heppinn að þurfa aðeins að greiða um 160 þúsund íslenskra krónur. Fólk hefur jafnvel þurft að sitja í fangelsi fyrir að reyna að stela sandi en árið 2017 voru sett lög á Sardiníu þess efnis að ólöglegt er að stela sandi.  

Ónefndi ferðamaðurinn var handtekinn á Cagliari Elmas-flugvellinum á Sardiníu þann 1. september. Flaskan með sandinum var gerð upptæk en árlega safnast töluverð mikið af sandi sem ferðamenn reyna að smygla frá eyjunni. Í fyrra gerði lögreglan til dæmis 40 kíló af sandi upptæk af frönsku pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert