Með Mónakófursta og nýjum kærasta í fríinu

Rebel Wilson frumsýndi kærastann á ferðalagi.
Rebel Wilson frumsýndi kærastann á ferðalagi. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Rebel Wilson kynnti heiminn fyrir nýja kærastanum Jacob Busch á dögunum. Parið var í lúxusferð í Mónakó. Sameiginlegur vinur kynnti parið í fyrra og eru þau loksins tilbúin að mæta á rauða dregilinn saman og á ekki ómerkari stað en Mónakó. 

Parið var meðal annars í félagsskap Alberts Mónakófursta. Þau fóru uppáklædd á galakvöld á hans vegum. Glamúrinn í Mónakó fór ekki á milli mála og voru síðkjólar og fín jakkaföt allsráðandi. 

Eftir að hafa mætt saman á rauða dregilinn og hitt Mónakófursta slökuðu þau aðeins á saman. Þau fóru um borð á snekkju eins og fólk gerir alla jafna í Mónakó. Á mynd sem Busch birti á Instagram um helgina leit ferð þeirra út eins og póstkort frá Mónakó. Sól og fallegur blár sjórinn setti ævintýralegan svip á ferðalag þeirra. 

View this post on Instagram

Dry, but not on dry land 🌞

A post shared by Jacob Busch (@jacobpbusch) on Sep 27, 2020 at 7:34am PDT

View this post on Instagram

Rebel Fitness onboard Mrs L. #monaco🇮🇩

A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson) on Sep 27, 2020 at 6:22am PDTmbl.is