Bjóða upp á köfun með hvölum í Eyjafirði

Black Tomato ætlar að bjóða upp á köfun með hvölum …
Black Tomato ætlar að bjóða upp á köfun með hvölum í Eyjafirði. Ljósmynd/Einar Guðmann

Ferðaþjónustufyrirtækið Black Tomato mun bjóða upp á köfunarferðir með hvölum um Eyjafjörð næsta sumar. Black Tomato er bandarískt fyrirtæki sem stofnað var árið 2005. Fyrirtækið sérhæfir sig í alskyns lúxusferðum víða um heim. 

Fyrir sumarið 2021 bættu þau á listann þessari einstöku ferð þar sem siglt er út Eyjafjörðinn og viðskiptavinum boðið upp á að kafa með hnúfubökum. 

Um er að ræða fimm daga ferð þar sem einnig verður kafað við Grímsey, farið í Sjóböðin á Húsavík og Bláa lónið. 

Ferðin verður í boði í júní og fram í ágúst og kostar 1,3 milljónir íslenskra króna fyrir utan flug til landsins.

mbl.is