Búa í 20 ára gömlum húsbíl

Fjölskyldan býr í 20 ára gömlum húsbíl sem þau gerðu …
Fjölskyldan býr í 20 ára gömlum húsbíl sem þau gerðu upp. Skjáskot/Instagram

Hjónin Jonathan og Darcy keyptu 20 ára gamlan húsbíl í upphafi árs 2019. Þau gerðu hann upp og frá apríl byrjun 2019 hafa þau búið í bílnum ásamt börnum sínum McKenzie og Maxwell.

Ástæðan fyrir því að þau keyptu bílinn var að systir Darcy, Denise, greindist með hvítblæði. Denise ákvað að sleppa öllum læknismeðferðum, keypti sér gamla skólarútu og ákvað að ferðast um Bandaríkin. Þrátt fyrir að hafa unnið sem kennari í 19 ár ákvað systir hennar Darcy að gera slíkt hið sama, sagði upp vinnunni sinni og sannfærði fjölskylduna um að flytja í húsbílnum. 

Í eitt og hálft ár hafa Darcy, Jonathan, McKenzie og Maxwell því búið í húsbílnum og ferðast um Bandaríkin í samfloti við Denise. 

Hægt er að fylgjast með fjölskyldunni á Instagram.

mbl.is