Terry Crews dásamar íslenska náttúru

Terry Crews kom til Íslands í sumar.
Terry Crews kom til Íslands í sumar.

Bandaríski leikarinn Terry Crews birti á dögunum fjölda mynda og myndbanda sem hann tók í Íslandsheimsókn sinni í sumar. Þar dásamar hann íslenska náttúru og fær sér að drekka úr læk. 

Crews birti myndband af sér í svartri fjöru og sagðist vera hæst ánægður með ströndina. „Ég er svartur maður á svartri strönd. Ég skal segja þér eitt, ég er kominn heim. Ísland er mitt nýja heimili. Þetta er staðurinn til að vera. Þetta er fólkið mitt,“ sagði Crews.

Í heimsókn sinni hitti Crews einnig fyrir frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Hann birti mynd af sér með henni og sagði það vera mikinn heiður að fá að hitta hana. „Það er hægt að læra mikið af þessari mögnuðu konu,“ skrifaði Crews.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert