Rúrik og Soliani nutu í Húsafelli

Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason og kærasta hans, fyrirsætan Nathalie Soliani, nýttu helgina í að ferðast um landið. Þau fóru í ferð upp á Langjökul og eyddu laugardagskvöldinu í Giljaböðunum í Húsafelli. 

Rúrik birti mynd úr Giljaböðunum á laugardagskvöldið á Instagram og sjá mátti að þau fengu fullkomna norðurljósasýningu á meðan þau böðuðu sig. Hann tók fram að ekki væri um samstarf að ræða og þau hefðu greitt fyrir gistinguna í Húsafelli. 

Giljaböð eru í landi Húsafells og ekki opin almenningi heldur þarf að bóka ferð í böðin þegar maður gistir í Húsafelli. 

Rúrik og Soliani fóru í Giljaböðin um helgina.
Rúrik og Soliani fóru í Giljaböðin um helgina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert