Skilur Filippus eftir í sveitinni

Elísabet drottning og Filippus prins eiginmaður hennar.
Elísabet drottning og Filippus prins eiginmaður hennar. AFP

Elísabet Englandsdrottning er snúin aftur til Windsor-kastala í London en skildi eiginmann sinn, Filippus hertoga af Edinborg, eftir í Sandringham. Hjónin dvöldu frá ágúst og fram í september í Balmoral-kastala í Skotlandi. 

Ferðalög drottningarinnar og hertogans hafa verið heldur óvenjuleg þetta árið, meðal annars vegna kórónuveirunnar, en vanalega fara þau frá Balmoral-kastala beint til London. Í þetta sinn fóru þau heldur til Sandringham og nú er drottningin komin til höfuðborgarinnar ein síns liðs. 

Ferðalögum þeirra var hagað svona svo drottningin gæti dvalið lengur með Filippusi í Sandringham, þar sem hann hefur að mestu leyti eitt tíma sínum síðan hann settist í helgan stein. 

Elísabet og Filippus héldu til í Windsor-kastala þegar kórónuveiran fór fyrst að láta til sín taka í Bretlandi. Drottningin hyggst þó snúa aftur í Buckingham-höll til að vera viðstödd nokkra vel valda viðburði og fundi á næstu misserum.

Hertoginn af Edinborg, Filippus, prins.
Hertoginn af Edinborg, Filippus, prins. AFP
mbl.is