Keypti sér snekkju í skilnaðinum

Christina Anstead keypti sér snekkju í skilnaðinum.
Christina Anstead keypti sér snekkju í skilnaðinum. Skjáskot/Instagram

Sjónvarpsstjarnan og fjárfestirinn Christina Anstead fjárfesti nýlega í snekkju. Hún gengur nú í gegnum skilnað við Ant Anstead, eiginmann sinn til tveggja ára. 

Snekkjan virðist að einhverju leyti vera tileinkuð skilnaðinum en hún gaf henni nafnið „Aftermath“ eða „Eftirmál“. 

Anstead-hjónin tilkynntu skilnað sinn 18. september síðastliðinn. Þau eiga saman soninn Hudson sem er eins árs. Christina á tvö börn úr fyrra hjónabandi sínu með Tarek El Moussa. 

Snekkjan er af gerðinni Prestige 520 og er svefnrými fyrir sjö um borð. 

El Moussa, fyrrverandi eiginmaður hennar, á einnig sambærilega snekkju. Í kjölfar skilnaðar þeirra árið 2017 endurnefndi hann snekkjuna og gaf henni nafnið „Bad Decisions“ eða „Slæmar ákvarðanir“. Gaf hann þá ástæðu um nafnbreytinguna að hann sjálfur „hefði víst tekið nokkrar slíkar“.

mbl.is