Atvinnukubbari óskast í Lególand

Í Lególandi vinnur fólk við að kubba.
Í Lególandi vinnur fólk við að kubba. Ljósmynd: Unsplash/NeONBRAND

Nýr Lególandgarður verður opnaður í Bandaríkjunum næsta vor. Skemmtigarðurinn víðfrægi leitar nú að starfsmanni til þess að vinna við að kubba. Starfslýsingin er óvenjulegri en margar aðrar starfslauglýsingar enda Lególand ekki neinn venjulegur staður.

„Ertu stærsti legóaðdáandinn í nágrenninu? Getur þú byggt nánast hvað sem er úr legókubbum?“ Svona hefst auglýsingin fyrir starfið í skemmtigarðinum.  

Sá sem sér fær vinnuna þarf augljóslega að vera mjög góður í að kubba. Hann þarf að geta kubbað flottar byggingar og annað sem er til sýnis í garðinum. Hann þarf einnig að hjálpa ungum legóunnendum að kubba. 

Fólk sem langar að sækja um þarf að senda myndir af legóbyggingum með umsókninni.

Lególand í Malasíu.
Lególand í Malasíu. AFP
Legoland í Anaheim í Bandaríkjunum.
Legoland í Anaheim í Bandaríkjunum. AFP
mbl.is