Þetta mun gera ferðalögin betri

Það er hægt að leigja glæsilegar villur á Santorini á …
Það er hægt að leigja glæsilegar villur á Santorini á Airbnb. mbl.is/Airbnb

Þúsaldarkynslóðin skiptist í tvo hópa að margra mati; þá sem eru að festa rætur, gifta sig og eignast börn og þá sem kjósa að vera frjálsir og ferðast. 

Báðir þessir hópar eiga undir högg að sækja í dag vegna kórónuveirunnar en ættu ekki að láta ástandið hafa áhrif á sig heldur horfa til framtíðar. 

Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa hugföst fyrir þá sem elska að ferðast en komast ekki frá landinu vegna veirunnar. 

Sparaðu fyrir framtíðina

Ferðalög framtíðarinnar verða án efa meira spennandi og skemmtileg ef til er nóg af peningum til að gera eitthvað skemmtilegt. Að því sögðu er ekkert því til fyrirstöðu að safna góðri upphæð fyrir draumaferðina. Þeir sem þrá að vera á strönd núna, eða að klífa fjöll, ættu því að skipuleggja næstu ferð sérstaklega vel og leggja mun hærri upphæð í ferðalagið. 

Farðu á námskeið

Ef þig langar að heimsækja Ítalíu þá er ekkert því til fyrirstöðu að læra að elda ítalskan mat í gegnum námskeið á netinu. Það sama má segja um mat frá öllum stöðum á heiminum. 

Bragðlaukarnir bera þig hálfa leið og hver veit nema þú munir geta notið ferðalagsins á fjarlægar slóðir betur þegar þú kannt að elda matinn frá staðnum frá grunni. 

Lærðu tungumál

Það getur verið ótrúlega skemmtilegt að kunna að segja nokkrar setningar á máli þess lands sem þú ætlar að heimsækja næst.

„Un coctail s'il vous plait“ er góð setning að segja á Avenue Montaigne í París næsta sumar.

Klæddu þig upp á í anda landsins

Þótt landsmenn séu ekki að fara langt þessa dagana er enginn sem segir að ekki sé gott að klæða sig aðeins upp á í göngutúrnum í hverfinu um þessar mundir. Það gefur lífinu lit að sjá nágranna okkar í göngutúr í aðeins meiri litum. Rétt eins og Ítalir, sem eru sérfræðingar í að klæða sig upp á og skera sig úr. 

Undirbúðu þig fyrir ferðalagið

Ef þig hefur alltaf dreymt um að fara í göngu í Nepal eða á ströndina á Miami er ekkert því til fyrirstöðu að byrja að koma sér í form fyrir ævintýrið. Góðir hlutir gerast hægt og hver veit nema ferðalagið verði bara eilítið betra þegar byrjað er að undirbúa það svolítið snemma.

mbl.is