Piparmærin og vonbiðlar á glæsihóteli

Sundlaugarnar á hótelinu eru yfir fjörtíu talsins.
Sundlaugarnar á hótelinu eru yfir fjörtíu talsins. Ljósmynd/laquintaresort.com/

Sextánda þáttaröðin af The Bachelorette fer í loftið í Bandaríkjunum í vikunni. Þáttaröðin var ekki tekin upp í Villa de la Vina eins og vanalega. Lúxushótelið La Quinta Resort and Club í Kaliforníu varð fyrir valinu.

Kórónuveiran setti strik í reikninginn við tökur. Í fyrstu átti að hefja þær í mars en það frestaðist. Nú fór allt fram á glæsilegu hóteli til þess að halda þátttakendum öruggum og á sama staðnum. 

Hótelið fína er hluti af Waldorf Astoria-hótelkeðjunni en það var fyrst opnað árið 1926. Margar frægar hollywoodstjörnur hafa heimsótt hótelið í gegnum tíðina og má þar nefna Gretu Garbo, Clark Gable, Shirley Temple og Ginger Rogers. 

Hótelið er á afar stóru landsvæði og þar er að finna 41 sundlaug, 53 heita potta, 23 tennisvelli, fimm golfvelli og sjö veitingastaði. Það var því líklega nóg að gera fyrir piparmeyna Clare Crawley og vonbiðla hennar á hótelinu.

Það fór greinilega vel um piparmærina og mennina sem reyndu …
Það fór greinilega vel um piparmærina og mennina sem reyndu að heilla hana. Ljósmynd/laquintaresort.com/
Golfvellirnir í næsta nágrenni við hótelið eru fimm talsins.
Golfvellirnir í næsta nágrenni við hótelið eru fimm talsins. Ljósmynd/laquintaresort.com/
Tennisvellirnir eru fjölmargir.
Tennisvellirnir eru fjölmargir. Ljósmynd/laquintaresort.com/
mbl.is