Er þetta flottasta hostel í heimi?

The House of Sandeman er í Portó Portúgal og þykir …
The House of Sandeman er í Portó Portúgal og þykir eitt fallegasta hostel í heimi. mbl.is/skjáskot Facebook

Þeir sem þekkja Sandeman-púrtvínið ættu ekki að láta það framhjá sér fara að gista á einu fallegasta hosteli veraldar; The House of Sandeman. Ferðaglaðir Íslendingar þurfa að sætta sig við að skipuleggja framtíðarferðalög um þessar mundir, en hver veit nema Portúgal verði staðurinn sem fólk fer á næst.

Hostelið er í Porto, borg í norðurhluta Portúgals við nyrðri bakka Douro-árinnar og liggur að Atlantshafi. Porto er önnur stærsta borg Portúgals og er höfuðborg norðurhlutans. Á stórborgarsvæði Portó búa 2,4 milljónir manna. 

Veðurfarið þar er milt. Sumrin eru heit en hitastigið þó lægra en í flestum borgum í suðurhlutanum þökk sé köldum vindum sem blása frá hafinu. 

Hostelið er í Vila Nova de Gaia, sem er borg í Porto þar sem púrtvínsframleiðsla fer fram. Það er í sögufrægu húsi þar sem framleitt er vinsælt púrtvín. Útsýnið frá herbergjunum er einstakt, þar sem áin liðast meðfram staðnum. 

Á svæðinu eru einstaklega góðir veitingastaðir og er miðbærinn í Portó í einungis tíu mínútna göngufæri. Hægt er að leigja sér hjól á staðnum og fara í stutta hjólreiðatúra á svæðinu. 

Inni á herbergjunum eru frumleg rúm með smart rúmgöflum. Ljós litur, brúnn og svartur eru í öndvegi.

Sjón er sögu ríkari. Staðurinn er einstakur fyrir þá sem kunna að meta góða staðsetningu og ljúffengt púrtvín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert