Metfjöldi ferðamanna í Yellowstone í september

Hverasvæði í Yellowstone.
Hverasvæði í Yellowstone. mynd/Yellowstone-þjóðgarðurinn

Metfjöldi ferðamanna heimsótti Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum í september. Alls heimsóttu 837.499 ferðamenn garðinn í september í ár og er það 21 prósents aukning frá september 2019. 

Færri ferðamenn hafa þó heimsótt garðinn á þessu ári en á sama tímabili í fyrra eða um 11 prósent færri. 

Yellowstone-þjóðgarðurinn nær yfir stórt svæði á ríkjamörkum Wyoming, Montana og Idaho. Honum var lokað 24. mars síðastliðinn vegna kórónuveirunnar. Garðurinn var opnaður aftur á tveimur stöðum í Wyoming 18. maí og þrír staðir í Montana opnaðir 1. júní. 

Þjóðgörðum víða í Bandaríkjunum var einnig lokað vegna kórónuveirunnar og eru margir enn lokaðir. Yosemite-þjóðgarðurinn í Kaliforníu er lokaður sem stendur vegna skógarelda sem geisa stutt frá garðinum. 

CNN Travel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert