Hótel Rangá eitt af þeim bestu í Norður-Evrópu

Hótel Rangá er á lista Condé Nast Traveler yfir bestu …
Hótel Rangá er á lista Condé Nast Traveler yfir bestu hótelin í Norður Evrópu. Ljósmynd/Hótel Rangá

Hótel Rangá er á lista Condé Nast Traveler yfir 25 bestu hótel í Norður-Evrópu. Condé Nast er eitt virtasta ferðatímarit Bandaríkjanna. 

Þetta er í 33. skipti sem tímaritið stendur fyrir kosningu en 715.000 ferðalangar tóku þátt í kosningunni. 

Condé Nast Traveler fullyrðir að verðlaunin séu einkar merkileg í ár, því nú séu ferðalög í sögulegu lágmarki og vinningshafarnir því perlur sem eigi sérstakan stað í huga kjósenda; hótel sem skilið hafa eftir jákvæða upplifun sem ferðalangar heimsækja nú í minningabankann löngu eftir að dvölinni lauk.

„Það er hvetjandi að fá svona þekkta viðurkenningu á krefjandi tímum. Við erum stolt og hlökkum til komandi ára þar sem við munum halda áfram að kappkosta að veita gestum okkar, innlendum sem erlendum, fyrsta flokks þjónustu,“ segir Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár.

Listi Condé Nast Traveler

mbl.is