Miðalausum ketti hent út úr lest

Kötturinn fékk ekki að fara í lestarferð.
Kötturinn fékk ekki að fara í lestarferð. Skjáskot/Twitter

Myndband af ketti sem var fylgt út úr lest í Kína hefur farið eins og eldur í sínu um samfélagsmiðla. Kötturinn var án lestarmiða og eigandalaus og fékk ekki að ferðast með lestinni frekar en aðrir ferðalangar án miða. 

Farþegi í lestinni náði atvikinu upp á myndband og birti á samfélagsmiðlinum Douyin. Síðan þá hafa margir deildt myndbandinu og birt á öðrum samfélagsmiðlum. 

Ekki er vitað hvert kötturinn ætlaði að fara en um var að ræða hraðlest. Kötturinn hefði því farið í langferð ef lestarvöðurinn hefði ekki gripið ferfætlinginn glóðvolgan. Í stað þess að halda á kettinum út úr lestinni lét hann köttinn labba á afturfótunum út. 

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af atvikinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert