New York Times óskar eftir ástarbréfum

Saknar þú að ferðast?
Saknar þú að ferðast? Ljósmynd/Unsplash/Jeshoots

Í lok hvers árs gefur bandaríski fjölmiðilinn New York Times út lista yfir 52 staði sem þú ættir að heimsækja á komandi ári. Heimsfaraldurinn hefur hins vegar sett mark sitt á listann fyrir árið 2021. 

Í stað þess að óska eftir meðmælum frá lesendum sínum um staði sem áhugavert væri að heimsækja óskar NYT nú eftir því að fá ástarsögur um staði sem lesendur elska. 52 Places to Go breytist þar með í 52 Places We Love. 

„Við viljum fá 52 ástarbréf til ferðalaga, öll skrifuð og ljósmynduð af ykkur, lesendum okkar um heiminn, hvert um einn stað sem á sérstakan stað í huga ykkar. Það getur verið vinsæll ferðamannastaður, eða staður úr alfaraleið. Þú gætir veitt einhverjum innblástur að fara þangað einn daginn, eða hvatt einhvern til að endurskoða skoðun sína, eða gert einhvern forvitinn um nýjan stað í heiminum,“ segir á NYT.

View this post on Instagram

For the first time, we're turning our #52Places list over to you in 2021. 🗺️ 52 Places to Go is our yearly guide to the world's most awe-inspiring destinations, and traditionally draws on New York Times editors, reporters and contributors for recommendations. But the coronavirus pandemic has changed global travel in ways we've yet to fully comprehend. That’s why we’re turning to you for next year’s list, which we are calling 52 Places We Love. 🌎 It's easy: In a few words, tell us about *one place in the world that you love and why.* It can be a popular tourist destination, or a place that’s largely overlooked. If your submission is chosen for our list, you will be contacted by a Times reporter for a phone interview. 👆 Follow the link in bio to submit 👆 and we look forward to publishing your contribution! We want submissions from people all over the world, so share this callout far and wide! 🎨: @larsleetaru

A post shared by New York Times Travel (@nytimestravel) on Oct 5, 2020 at 11:04am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert