Útsýnisflug sætir gagnrýni

Á þessum furðulegu tímum hefur það færst í vöxt hjá flugfélögum að bjóða upp á útsýnisflug, eða flug sem lýkur á sama stað og það hófst. Útsýnisflugið svokallaða hefur verið gagrýnt harðlega af umhverfisverndarsinnum sem segja þetta algjörlega tilgangslausa mengun. 

Flugfélagið HK Express slóst nýlega í hóp með Qantas og fleiri flugfélögum til að bjóða upp á slík flug. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umfjöllun AFP um flugið. 

Ferðirnar eru fyrst og fremst til þess að svala ferðaþörf ferðalanga sem ekki geta ferðast um heiminn á meðan heimsfaraldurinn geisar. Ferðir þessar hafa verið einstaklega vinsælar og selst upp. 

Umhverfisverndarsamtökin Green Earth í Hong Kong hafa gagnrýnt útsýnisflugið. „Við skiljum að kórónuveirufaraldurinn hefur minnkað útblástur á heimsvísu vegna útgöngubanns í mörgum löndum og borgum síðastliðið hálfa árið. Núna er HK Express að selja í óþarfa flug og það hefur engin jákvæð áhrif á umhverfið, bara neikvæð,“ sagði Edwin Lau Che-feng í viðtali við Hong Kong Free Press

Hann segir flugferðirnar líka skapa óþarfa áhættu fyrir farþegana í vélunum. „Markmiðið gæti verið að skapa tímabundin störf og svala þorsta viðskiptavina en það samræmist ekki markmiðum umhverfisverndar,“ sagði Patrick Fung, forseti Clean Air Network, í samtali við sama fjölmiðil.

mbl.is