Bjóða beint flug til Alicante yfir jólin

Ferðaskrifstofan Aventura ætlar að bjóða upp á beint flug til …
Ferðaskrifstofan Aventura ætlar að bjóða upp á beint flug til Alicante yfir jólin. AFP

Ferðaskrifstofan Aventura býður beint flug til Alicante á Spáni um jólin með Icelandair. Í tilkynningu frá Aventura segir að brottför sé 19. desember frá Íslandi og flug til baka 3. janúar. 

Vélin frá Icelandair mun lenda á Murcia-flugvelli við Alicante, aðeins 50 kílómetra frá Torrevieja, og mun bíða eftir farþegum yfir jólin. 

Andri Már Ingólfsson, forseti Aventura, segir að mikill áhugi hafi verið á beinu flugi til Alicante yfir jólin, fyrir þá sem eiga húseignir á Spáni og vilja njóta jólanna þar. 

Hægt er að kynna sér flugferðina á vef Aventura.

mbl.is