Hinir ríku komast aftur í sturtu í háloftunum

Nú er hægt að fara aftur í sturtu hjá Emirates.
Nú er hægt að fara aftur í sturtu hjá Emirates. Ljósmynd/Emirates

Það er ekki tekið út með sældinni að ferðast í kórónuveirufaraldrinum. Flugfarþegar á lúxusfarrými Emirates-flugfélaginu geta nú aftur farið í sturtu í háloftunum. Flugfélagið hætti að bjóða upp á sturtuaðstöðu í maí vegna kórónuveirufaraldursins. 

Sturtuaðstaðan er aðgengileg farþegum á fyrsta farrými í flugferðum sem eru lengri en tveir og hálfur tími. Venjulega eru sturtuklefarnir útbúnir vörum sem eru að finna í góðum heilsulindum. Nú þarf hins vegar að biðja um vörurnar sérstaklega en þær koma í sérstökum poka með öllu sem til þarf. Boðið er upp a lífrænar og vistvænar snyrtivörur frá írska merkinu VOYA. Handklæði fylgja með auk þess sem hægt er að panta fleiri vörur. 

Barinn frægi í flugvélinni verður einnig opnaður en í stað þess að hanga við barinn neyðast flugfarþegar að taka með sér vörur í sætið sitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert