Lengsta flugferð í heimi aftur í boði

Singapore Airlines flýgur á milli New York og Singapúr.
Singapore Airlines flýgur á milli New York og Singapúr. AFP

Lengsta flugferð í heimi, frá Singapúr til New York í Bandaríkjunum, er aftur í boði eftir að hafa verið tekin tímabundin úr leiðakerfi Singapore Airlines í kórónuveiruheimsfaraldrinum. 

Rúmar 18 klukkustundir tekur að fljúga á milli Singapúr og New York-borgar og eru flognir yfir 15.343,49 kílómetrar. Reyndar hefur leiðin lengst um 24 kílómetra frá því mars, því nú er lent á JFK-flugvelli en ekki Newark í New Jersey. 

Gert er ráð fyrir að farið verði í loftið 9. nóvember næstkomandi og að flogið verði þrisvar í viku.

Breytingin á flugvöllunum er að sögn talsmanns Singapore Airlines til að koma betur til móts við farþega og vöruflutningafyrirtæki. 

Færri farþegar verða um borð en í venjulegu árferði og því meira pláss fyrir vörur. 

Óljóst er hversu mikil eftirspurn er eftir ferðum á milli New York og Singapúr eins og staðan er í dag. Íbúar Singapúr mega koma inn í landið, sem og farþegar með vegabréfsáritun og ferðamenn frá Ástralíu, Brúnei, Nýja-Sjálandi og Víetnam. 

CNN Travel

mbl.is