Sjáðu stærsta gosbrunn í heimi

Palm-gosbrunnurinn í Dúbaí var á dögunum útnefndur stærsti gosbrunnur í heimi. Gosbrunnurinn er 1.335 fermetrar og er í verslunar- og veitingastaðahverfinu The Pointe á Palm Jumeirah-eyju.

Palm Jumeirah er manngerð eyja í laginu eins og pálmatré. Í gosbrunninum eru yfir 3.000 ledljós og 7.500 stútar sem geta skotið vatninu allt að 105 metra upp í loftið að því er kemur fram í Guinness-heimsmetabókinni.

Borgin Dúbaí er hálfgerð heimsmetaborg en þar má finna um 220 önnur heimsmet. Þar á meðal er hæsta bygging í heiminum, Burj Khalifa, sem er 828 metrar, flestar byggingar yfir 300 metra og stærsta innanhússskíðasvæði í heimi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert