Nýsjálenskt flugfélag býður upp á óvissuferðir

Hooker Valley Track í Nýja-Sjálandi.
Hooker Valley Track í Nýja-Sjálandi. Ljósmynd/Unsplash/Roell de Ram

Á meðan heimsfaraldur geisar eru ferðalög eitt stórt spurningarmerki. Nýsjálenska flugfélagið Air New Zealand nýtir sér spurningarmerkið stóra í markaðssetningunni þessa dagana. 

Air New Zealand býður nú upp á óvissuferðir þar sem farþegar greiða ákveðna upphæð fyrir ferðapakka með flugfélaginu og samþykkja í leiðinni að fá ekki að vita hver áfangastaðurinn er fyrr en tveimur dögum fyrir brottför. 

Ódýrasti pakkinn kostar 599 ástralska dollara en farþegar geta valið um þrjá mismunandi pakka; Great, Deluxe og Luxury. Farþegar velja svo óskadagsetningar og velja einn áfangastað sem þeir vilja alls ekki heimsækja. 

Flugfélagið flýgur til 20 áfangastaða innan Nýja-Sjálands, þar á meðal Napier og Dunedin. 

Vel hefur gengið í baráttunni við kórónuveiruna í Nýja-Sjálandi og geta íbúar landsins ferðast eins og þá lystir innanlands. Þeir geta hins vegar ekki flogið til hvaða lands sem er utan landsins án þess að fara í sóttkví þegar þeir koma aftur heim. 

Aðeins 1.531 smit hefur greinst í Ástralíu og 25 látist. 

Landið er lokað fyrir næstum því öllum erlendum ferðamönnum og því hafa stjórnvöld gripið til þess að hvetja fólk til að ferðast innanlands. 

CNN Travel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert