Hættu lífi sínu fyrir brúðkaupsmynd á lestarteinum

Stórhættuleg brúðkaupsmynd.
Stórhættuleg brúðkaupsmynd. Ljósmynd/Twitter

Ónafngreind brúðhjón í Bretlandi hafa hlotið mikla gagnrýni síðastliðna daga eftir að mynd náðist af þeim á lestarteinum.

Hin nýgiftu hjón hættu lífi sínu fyrir hina fullkomnu brúðkaupsmynd þegar þau stilltu sér upp á lestarteinum í Norður-Yorkskíri í Bretlandi. Uppátækið þykir einstaklega heimskulegt, en lestarteinarnir eru í notkun. 

„Brúðkaupsmyndir eða sjálfsmyndir á lestarteinum eru einfaldlega heimskulegar. Við vörum oft fjölskyldur við á þessum tíma árs þegar það eru vetrarfrí. Núna erum við líka að reyna að höfða til fullorðna fólksins,“ sagði Allan Spence hjá Network Rail.

Hann segir það stórhættulegt að hætta sér út á lestarteina hvenær sem er og hvar sem er. „Lestir nota lestarteinana allan sólarhringinn, alla daga vikunnar og veita nauðsynlega þjónustu. Vinsamlegast haldið ykkur frá teinunum,“ sagði Spence.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert