Nýtir veirutíma til að skoða náttúruna

María Birta í Zion þjóðgarðinum í Utah ríki í Bandaríkjunum.
María Birta í Zion þjóðgarðinum í Utah ríki í Bandaríkjunum. Skjáskot/Instagram

Íslenska leikkonan María Birta Bjarnadóttir er búsett í Las Vegas í Bandaríkjunum. Um helgina skellti hún sér í Zion-þjóðgarðinn í Utah-ríki. Hún hefur notað síðustu vikur til að skoða náttúruperlur Nevada-ríkis og nærliggjandi ríkja. 

Einn fallegasti staður sem ég hef komið á. Fjöllin svo falleg og litirnir out of this world. Ég er að reyna að nýta tímann í covid og skoða náttúruna í kringum Vegas, það er alveg endalaust hægt að skoða í aðeins 1-3 klst. fjarlægð. Það styttist í að ég geti farið aftur á svið og þá fæ ég líklegast ekkert frí í laaaaaangan tíma svo það er um að gera að nýta tímann while I still have it,“ skrifaði María Birta við mynd af sér í Zion-þjóðgarðinum.

View this post on Instagram

Therapy 🌿

A post shared by María Birta (@mariabirta) on Oct 11, 2020 at 12:43am PDT

View this post on Instagram

❤️ Yndislegt að komast aðeins út í náttúruna 🌲 Jarðtengja sig 🐿

A post shared by María Birta (@mariabirta) on Oct 9, 2020 at 2:23pm PDT

mbl.is