Sjáðu einkaeyjuna sem Kardashian West leigði

Kim Kardashian bauð vinum og fjölskyldu til eyjunnar.
Kim Kardashian bauð vinum og fjölskyldu til eyjunnar. Skjáskot/Instagram

Kim Kardashian West hélt upp á fertugsafmælið sitt nú á dögunum. Hún leigði einkaeyju í Kyrrahafinu til að halda upp á afmælið og vörðu gestir alls fimm dögum á eyjunni. 

Eyjan sem varð fyrir valinu er smáeyjan Onetahi í eyjaklasanum Tetiaroa sem tilheyrir Félagseyjum Frönsku Pólýnesíu. Marlon Brando tók eyjuna á 99 ára leigu árið 1966 og dregur hún nafn sitt af honum.

Byrjað var að byggja hótelið árið 2009 en dánarbú Brandos og átta ættingjar hans komu að því. Framkvæmdum lauk árið 2014 og var það opnað 1. júlí sama ár.

Marlon Brando tók eyjuna á langtímaleigu árið 1966.
Marlon Brando tók eyjuna á langtímaleigu árið 1966. AP

Eyjan er alls sex ferkílómetrar að stærð og er talin ein sú umhverfisvænasta í heiminum. Öll hús á eyjunni eru byggð úr efni sem var fengið í grenndinni, endurnýtanlegu efni eða endurunnu. Rafmagnið er knúið áfram af sólarsellum og öll farartæki á eyjunni ganga fyrir rafmagni.

Ljósmynd/TripAdvisor
Ljósmynd/TripAdvisor
Ljósmynd/TripAdvisor
Ljósmynd/TripAdvisor
Ljósmynd/TripAdvisor
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert