Þetta er gott að vita þegar ástandið er orðið öruggt aftur

Margir sakna þess að ferðast með fjölsylduna á framandi staði.
Margir sakna þess að ferðast með fjölsylduna á framandi staði. mbl.is/Colourbox

Þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda á Íslandi vegna kórónuveirufaraldursins er áhugavert að skoða þróun mála í ferðaiðnaðinum um víða veröld.

Eins og gefur að skilja hafa orðið miklar breytingar á ferðalögum fólks. Starfsmenn fyrirtækja reyna nú eftir bestu getu að funda á netinu og ferðast ekki að óþörfu. Á viðskiptaferðalögum ferðast fólk í auknum mæli eitt í stað þess að taka maka og börn með, ef ferðalög eru yfirleitt farin. 

Það hefur færst í vöxt að fjölskyldur finni falleg hótel í nágrenni við heimilið og fari í ferðalög í lengri tíma á nýjum stað. Hótelin sem verða fyrir valinu eru á stöðum þar sem lítið er um mannaferðir og náttúran í aðalhlutverki.

Enda getur verið gott að losna við hefðbundin heimilisstörf, borða góðan mat og njóta samveru með fjölskyldunni í nýju umhverfi.

Ef fólk velur að ferðast á milli landa virðist það dvelja í lengri tíma en áður og fara færri ferðir. 

National Geographic

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert