Hvernig hljómar Ísland?

Hvernig hljómar Hengifoss?
Hvernig hljómar Hengifoss? mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Nú þegar við getum ekki ferðast mikið, hvorki innan lands né utan, er mikilvægt að gleyma því ekki hversu frábært landið okkar getur verið. Tónlistarblaðamaðurinn Kaśka Paluch hefur ferðast um Ísland og safnað hljóðbrotum af landinu. 

Hún heldur úti vefnum Noise from Iceland þar sem hlusta má á hljóðbrot frá ýmsum stöðum á Íslandi. Hugmyndin kviknaði fyrst þegar Kaśka var í hellaskoðun og með í för var sjóndöpur manneskja. Þá fór hún að velta fyrir sér hvernig við upplifum hluti þegar við sjáum þá ekki heldur heyrum bara í þeim. 

Tilgangur verkefnisins er líka að svara spurningunni: Hvernig hljómar Ísland?

Samhliða vefnum vinnur hún nú að útgáfu eins konar „hljóðbókar“ sem samanstendur af usb-diski með hljóði, texta og myndum.

Kaśka Paluch er tónlistarkona og tónlistarblaðamaður frá Póllandi.
Kaśka Paluch er tónlistarkona og tónlistarblaðamaður frá Póllandi. Ljósmynd/Magdalena Łukasiak
Kaśka hefur safnað hljóðbrotum á Íslandi.
Kaśka hefur safnað hljóðbrotum á Íslandi. Ljósmynd/Magdalena Łukasiak
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert