Sjálboðaliðar fá fría prufu-Covid-siglingu

Royal Caribbean halda í prufusiglingar í byrjun næsta árs.
Royal Caribbean halda í prufusiglingar í byrjun næsta árs. Ljósmynd/Royal Caribbean

Royal Caribbean leitar nú að sjálfboðaliðum sem vilja koma í fríar prufusiglingar á skemmtiferðaskipum þeirra. Fyrirtækið er í óðaönn að undirbúa sig fyrir að geta siglt um heimsins höf á meðan heimsfaraldur geisar. 

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (Us Centers for Disease Control and Prevention) hefur gefið út þau tilmæli til skemmtiferðaskipafélaga að þau tryggi að allar sóttvarnir séu í lagi og fari í prufusiglingar til að sýna fram á það. Var þeim ráðlagt að ráða sjálfboðaliða til að leika farþega.

Sóttvarnastofnunin lagði í upphafi bann við siglingum skemmtiferðaskipa vegna heimsfaraldursins en upp komu nokkur tilvik um hópsýkingu um borð í slíkum siglingum. 

Royal Caribbean hefur staðfest að félagið hyggist fá sjálfboðaliða til að leika farþega en þeim muni kannski ekki líða eins og þeir séu í fríi um borð í skipinu. 

„Við erum að fara í nokkrar siglingar með starfslið okkar og aðra sjálfboðaliða til að prófa sóttvarnirnar okkar og aðlaga þær,“ sagði Vicki Freed hjá Royal Caribbean í viðtali við Cruise Industry News

Ráðgert er að fyrsta siglingin verði í ársbyrjun 2021 og sigli á Coco Cay, einkaeyju Royal Caribbean í grennd við Bahamaeyjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert