Bjó til Disneyland í bakgarðinum

Sean LaRochelle byggði heilan rússíbana í bakgarðinum sínum.
Sean LaRochelle byggði heilan rússíbana í bakgarðinum sínum. Skjáskot/YouTube

Arkitektúrneminn Seasn LaRochelle hefur heldur betur ekki setið aðgerðalaus í heimsfaraldrinum. LaRochelle, sem búsettur er í Napa í Kaliforníu í Bandaríkjunum, endurskapaði litla útgáfu af Matterhorn-rússíbananum í bakgarðinum heima hjá sér á aðeins fjórum mánuðum. 

Rússíbani LaRochelles er rúmlega 120 metra langur og á tveimur hæðum. Aðeins einn getur farið í hann í einu en eftirlíkingin er skemmtilega lík þeirri upprunalegu. Hann hóf vinnuna í mars, um tveimur vikum eftir að heimurinn lokaðist vegna heimsfaraldursins. Hann lauk við bygginguna í júlí. mbl.is