Segja óhætt að fara til Kanarí um jólin

Einhverja dreymir eflaust um sól og sumar í Covid-skammdeginu.
Einhverja dreymir eflaust um sól og sumar í Covid-skammdeginu.

„Ástandið á Gran Canaria er mjög gott og fólki er sannarlega óhætt að dvelja hér um jól og áramót.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Íslendingafélagsins á Kanarí. Félagið gagnrýnir harðlega ummæli Þór­unnar Reyn­is­dótt­ur, for­stjóri Úrvals-Útsýn­ar, sem sagði flugfélagið ekki sjá annan kost en að fella niður allt flug til Teneri­fe og Kanarí frá 19. des­em­ber til 31. janú­ar. 

„Þessi ákvörðun var tek­in sök­um þess að aðstæður á eyj­un­um eru ekki eins og þær eiga að vera á sólaráfanga­stöðum okk­ar. Eins var ekki hægt að tryggja nægi­lega þátt­töku í þess­um ferð­um. Þetta eru aðstæður sem eru með öllu óviðráðan­leg­ar,“ sagði Þórunn í samtali við mbl.is fyrr í vikunni.

Íslendingafélagið rak upp stór augu og segir það ábyrgðarhlut að reyna að mála upp slæmt ástand og hræða fólk.

Hér hefur ástandið veirulega séð verið mjög gott síðustu tvo mánuði, hér er grímuskylda og fólk þarf að virða fjarlægðarmörk líkt og heima á Íslandi en lífið gengur sinn vanagang, fólk getur farið á ströndina, buslað í sundlaugunum, farið út að borða og kíkt í búðir líkt og áður. Eyjan býður enn upp á sína fallegu náttúru og hótelin eru opnuð hér hvert af öðru og önnur eru í startholunum,“ segir í yfirlýsingu Íslendingafélagsins.

Þar segir enn fremur að hertar aðgerðir sem Þórunn talar um séu líklega krafan um að fólk fari í skimun fyrir flug. Það ætti að vera eðlileg krafa, segir í yfirlýsingunni.

Til að koma hjólunum af stað í heiminum ætti að bjóða fólki upp á ókeypis skimun fyrir brottför, sé það að fara á örugg svæði, eins og Gran Canaria er, en rukka fyrir skimunina ef fólk ætlar á óörugg eða rauð svæði. Fyrir því ættu forstjórar ferðaskrifstofa og flugfélaga að berjast en ekki að nota veiruna eða eins og hér, skort á henni, til að búa til afsakanir fyrir vélaleysi eða því að þeim tekst ekki að selja öll sæti í vélarnar hjá sér.“

mbl.is