Bróðir Katrínar fann friðsælasta stað í heimi

James Middleton hefur ferðast víða en fátt jafnast á við …
James Middleton hefur ferðast víða en fátt jafnast á við nýlegt ferðalag hans til Skotlands. AFP

Bróðir Katrínar hertogaynju, James Middleton, fór ekki lengra en til Skotlands til þess að fara í ævintýralegt frí með unnustu sinni, Alizee Thevenet. Middleton, sem hefur farið víða og séð ófáa kastala, segist hafa fundið friðsælasta stað á jarðríki í skosku hálöndunum. 

Middleton birti myndir og myndskeið frá veru sinni í Glen Affric í skosku hálöndunum á instagram. Parið nýtti meðal annars tímann og fór á róðrarbretti með hundunum sínum við sólsetur á spegilsléttu vatni. 

„Ég fékk ekki náladofa vegna kuldans heldur fegurðarinnar. Já, þetta er Skotland í nóvember,“ skrifaði Middleton. Hann sagði auk þess að það væri fáránlegt að plánetan gæti verið svona friðsæl en á sama tíma alveg klikkuð. mbl.is