Sophia Loren í mynd sem vekur ferðalosta

86 ár líta vel út á hinni ítölsku Sophiu Loren.
86 ár líta vel út á hinni ítölsku Sophiu Loren. AFP

Sophia Loren leikur í nýrri mynd, The Life Ahead, sem gerist í Bari í Puglia-héraði á Suður-Ítalíu. Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir Ítalíuunnendur enda er Bari þekkt fyrir fádæma fegurð og ítalska gestrisni.

Aldur er engin fyrirstaða fyrir Sophiu Loren en hún er 86 ára og enn að leika í kvikmyndum. Sonur Loren, Edoardo Ponti, leikstýrir myndinni sem fjallar um munaðarlausan strák sem lendir undir verndarvæng Rosu sem Loren leikur. Myndin, sem kemur út á Netflix, fær miðlungsdóma en frammistaða Loren þykir þó frábær. 

Frá borginni Bari á Suður-Ítalíu.
Frá borginni Bari á Suður-Ítalíu. Mynd/Wikipedia
Loren sýnir afbragðsleik í nýrri kvikmynd sem gerist á Ítalíu.
Loren sýnir afbragðsleik í nýrri kvikmynd sem gerist á Ítalíu. Skjáskotmbl.is