Þóttist vera lögreglumaður til að fá ódýrara herbergi

Karlmaður í Bandaríkjunum þóttist vera lögreglumaður til að fá afslátt …
Karlmaður í Bandaríkjunum þóttist vera lögreglumaður til að fá afslátt á hóteli. SPENCER PLATT

Karlmaður í Bandaríkjunum hefur viðkennt að hafa villt á sér heimilidir til þess að fá ódýrari gistingu á hótelum. Karlmaðurinn þóttist vera lögreglumaður. 

Anthony Taylor frá Indiana í Bandaríkjunum játaði sekt sína gegn vægari refsingu. Í málsgögnum Taylors kemur fram að hann hefði fengið tugi þúsunda bandaríkjadala afslátt á Pigeon Forge-hótelinu í Tennessee. 

Hann dvaldi á hótelinu að minnsta kosti 10 sinnum á síðastliðnum fimm árum. Þegar hann bókaði gistinguna sýndi hann lögreglumerkið og greiddi fyrir gistinguna með reiðufé. Hann gekk svo langt að biðja afgreiðslumanninn um að þvo hendur sínar eftir að hann snerti peningana því þetta væru peningar sem hefðu verið gerðir upptækir í fíkniefnamáli. 

Dómur hans hefur ekki verið kveðinn upp. 

Knox News

mbl.is