Britney og kærastinn nutu á Havaí

Britney Spears og Sam Asghari skelltu sér til Havaí um …
Britney Spears og Sam Asghari skelltu sér til Havaí um helgina.

Tónlistarkonan Britney Spears og kærasti hennar Sam Asghari skelltu sér í snemmbúna afmælisferð til Maui á Havaí um helgina. Spears verður 39 ára 2. desember. 

Spears birti myndir úr ferðinni á Instagram-síðu sinni og sagði að það hefði verið eins og að fara til paradísar. 

Spears og Asghari flugu á einkaþotu til eyjanna. Þau sáust njóta kvöldverðar á laugardagskvöldinu á Marriman's Kapalua-veitingastaðnum. 

View this post on Instagram

A post shared by Sam Asghari (@samasghari)
mbl.is