Flugvél lenti á skógarbirni

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. STRINGER

Skógarbjörn drapst þegar hann varð fyrir flugvél Alaska Airlines við lendingu á Yakutat-flugvellinum í Alaska. Töluverðar skemmdir urðu á vélinni en hún lenti í miklu myrkri og því sást björninn ekki á flugbrautinni. 

Atvikið átti sér stað á laugardag en flugvélin var að koma til Yakutat-flugvallarins frá Crodova og lenti eftir sólsetur. Mikið mildi þótti að um tveggja ára gamall húnn varð ekki einnig fyrir vélinni. 

Samkvæmt öllum skýrslum var allt eðlilegt fyrir lendingu en starfsfólk flugvallarins einfaldlega sá ekki björninn og húninn vegna myrkurs. Flugvöllurinn og aðstæður á honum var kannað 10 mínútum fyrir lendingu. 

Björninn varð fyrir vinstri hreyfli flugvélarinnar og varð hann fyrir töluverðum skemmdum. Engum um borð varð meint af.

The Guardian

mbl.is