100 þúsund vilja fría siglingu

Yfir 100 þúsund manns hafa skráð sig sem sjálfboðaliða í …
Yfir 100 þúsund manns hafa skráð sig sem sjálfboðaliða í fría prufusiglingu með Royal Caribbean. Ljósmynd/Royal Caribbean

Yfir 100 þúsund manns hafa skráð sig sem sjálfboðaliða í prufusiglingu með Royal Caribbean. Skemmtiferðaskipafélagið auglýsti eftir sjálfboðaliðum til að fara í prufusiglingu þar sem sóttvarnareglur um borð verða prófaðar. 

Framkvæmdastjóri Royal Caribbean, Michael Bayley, greindi frá þessum mikla áhuga á persónulegri Facebook-síðu sinni. Í færslunni sagðist hann ekki geta beðið eftir því að hefja þennan nýja kafla. 

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) setti reglur fyrr í haust í þeim tilgangi að koma skemmtiferðaskipum aftur í gagnið. Samkvæmt þeim reglum þurfa öll skip að fara í prufusiglingu þar sem látið er reyna á sóttvarnareglur um borð. Upp kom nokkur fjöldi hópsmita um borð í skemmtiferðaskipum í fyrstu bylgju faraldursins í vor og hafa fá skip siglt síðan þá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert