Dýrustu borgir í heimi

París er ein af þremur dýrustu borgum í heimi.
París er ein af þremur dýrustu borgum í heimi. AFP

Dýrustu borgir í heimi árið 2020 eru Hong Kong, Zürich og París. Þetta eru niðurstöður nýrra mælinga á vegum Economist Intelligence Unit á því hvar er dýrast að búa. Kórónuveiran hafði áhrif á listann í ár. 

Í fyrra voru Singapore og Osaka í fyrsta sæti ásamt Hong Kong en féllu niður listann á í ár. Ástæðan er kórónuveirufaraldurinn. Staðir í Afríku, Ameríku og Austur-Evrópu eru jafnframt sagðir ódýrari eftir að faraldurinn fór á skrið í mars. Vestur-Evrópa er hins vegar orðin dýrari og er Genf í sjöunda sæti og Kaupmannahöfn í því níunda. 

Dýrustu borgir til þess að búa í árið 2020

1. - 3. París í Frakklandi.

1. - 3. Hong Kong.

1. - 3. Zürich í Sviss.

4. Singapore.

5. Osaka í Japan.

6. Tel Avív í Ísrael.

7. Genf í Sviss.

8. New York-borg í Bandaríkjunum. 

9. Kaupmannahöfn í Danmörku. 

10. Los Angeles í Bandaríkjunum. 

Frétt BBC.

Hong Kong er dýr.
Hong Kong er dýr. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert