Airbnb í kröppum dansi fyrir heimsfaraldur

Frá höfuðstöðvum Airbnb í San Francisco.
Frá höfuðstöðvum Airbnb í San Francisco. AFP

Airbnb hefur misst um þriðjung tekna sinna á þessu ári vegna kórónuveirunnar. Þegar gögn um fyrirtækið eru skoðuð betur sést að það var í kröppum dansi fyrir heimsfaraldurinn. Airbnb vinnur nú að opinberu hlutafjárútboði. 

Á mánudag skilað fyrirtækið inn gögnum fyrir undirbúning á hlutaútfjárboðinu. Þar kemur fram að fyrirtækið hafði eytt miklu í hugbúnað og markaðssetningu rétt fyrir heimsfaraldurinn. Þá kom fram að Airbnb hygðist færa út í kvíarnar og bjóða upp á nýjungar á borð við skipulagðar ferðir og annað sem ferðamenn gætu bókað í gegn um síðuna. 

Tekjur Airbnb jukust um 4,8 milljarða bandaríkjadala árið 2019 en sama tíma tapaði fyrirtækið 674 milljónum. Mikið tap var einnig á árunum 2018 og 2017. 

Airbnb hefur neyðst til að skera niður í heimsfaraldrinum og sagði upp 1.900 starfsmönnum eða um 25% starfsmanna sinna í maí síðastliðnum. Einnig var skorið niður í fjárfestingum.

Það virðist þó bjartara fram undan hjá leigumiðlunarfyrirtækinu en eftirspurn er að aukast hægt og rólega. 

Airbnb hefur sagt að viðskiptamódel þeirra virðist vera seigt og geti lagað sig að þörfum ferðamanna í framtíðinni. 

„Við teljum að línurnar á milli ferðalaga og búsetu séu að óskýrast og heimsfaraldurinn hafi sýnt að það er hægt að búa hvar sem er í heiminum,“ segir í tilkynningu frá Airbnb. 

Airbnb var stofnað fyrir 12 árum af Brian Chesky, Joe Gebbia og Nate Blecharczyk. Í dag eru 7,4 milljónir húsa og íbúða skráð á síðuna sem 54 milljónir manna nýttu á síðasta ári.

AP

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert