Kristján bauð Svölu í fjallgöngu á fyrsta stefnumótinu

Kristján Einar og Svala Björgvinsdóttir fóru í fjallgöngu á fyrsta …
Kristján Einar og Svala Björgvinsdóttir fóru í fjallgöngu á fyrsta stefnumótinu sínu. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir fann ástina í sumar í örmum Kristjáns Einars Sigurbjörnssonar. Svala sagði frá því á Instagram í dag að hann hefði boðið henni og Sósu, hundinum hennar, í fjallgöngu á fyrsta stefnumótinu. 

Svala og Kristján Einar hafa brallað mikið síðan þau kynntust í sumar og eru ástfangin upp fyrir haus ef marka má orð Svölu á Instagram. 

Helgafell virðist hafa orðið fyrir valinu hjá Svölu og Kristjáni þennan dag af myndinni að dæma en á henni er Kristján ber að ofan. Einn aðdáandi Svölu var ekki lengi að koma auga á það og sagði að Kristján fengi 10 rokkstig fyrir það. 

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)


 

mbl.is