Ferðaáhugi aukist við fréttir af bóluefni

Ferðaáhugi hefur aukist í kjölfar jákvæðra frétta af bóluefni gegn …
Ferðaáhugi hefur aukist í kjölfar jákvæðra frétta af bóluefni gegn Covid-19. AFP

Jákvæðar fréttir af bóluefni gegn kórónuveirunni hafa valdið auknum áhuga á ferðalögum. Skyscannner greinir frá því að leit að ferðalögum næsta vor og sumar hafi aukist um 48% í Bretlandi í síðustu viku. 

Á síðustu vikum hafa lyfjafyritækin Pfizer og Moderna bæði tilkynnt að bóluefni þeirra hafi 95% virkni. 

Þótt óvíst sé hvaða áhrif bóluefni munu raunverulega hafa á ferðamannaiðnaðinn á næstu mánuðum er ljóst að áhuginn á ferðalögum hefur allavega aukist.

„Við höfum tekið eftir jákvæðri hugarfarsbreytingu eftir jákvæðu fréttirnar af bóluefnum á mánudag. Ef við skoðum gögn um gistingu í síðustu viku þá hefur áhuginn á ferðalögum frá miðjum desember aukist um 50%. Það var 20% aukning á áhuga á ferðum innan Bretlands og 80% aukning á áhuga á löngum ferðalögum erlendis,“ sagði talsmaður Expedia. 

Þá hefur áhugi á Íslandi aukist til muna eins og íslenski blaðamaðurinn Egill Bjarnason fjallaði um á vef Lonely Planet í síðustu viku. 

Lonely Planet

Áhugi á Íslandi hefur aukist mikið.
Áhugi á Íslandi hefur aukist mikið. Ljósmynd/Sonja Sif Þórólfsdóttir
mbl.is