Siglir í kringum heiminn á níræðisaldri

Sjóarinn og blaðamaðurinn Jimmy Cornell er að leggja af stað í siglingu kringum heiminn. Cornell, sem er 80 ára, leggur í ferðina á bát sem er aðeins knúinn áfram af rafmagni.

Cornell leggur úr höfn frá Sevilla á Spáni og hyggst ljúka siglingunni á níu mánuðum. Hann leggur upp í ferðina í tilefni af því að 500 ár eru liðin frá því að portúgalski landkönnuðurinn Ferdinand Magellan og spænski siglingamaðurinn Juan Sebastian Elcano fundu leiðina í gegnum Magellansund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert