Elstu veitingastaðirnir erlendis

The Old House í Wales.
The Old House í Wales. Skjáskot/Instagram

Veitingageirinn er harður bransi og veitingastaðir koma og fara. Sumir virðast þó standast tímans tönn. Flestir eru þeir í Evrópu og þá hæg heimatökin að heimsækja þegar betur árar í heiminum. Ferðavefurinn tók saman nokkra mjög gamla og góða veitingastaði sem vert er að heimsækja:

Austurríki

Veitingastaðurinn St Peter Stiftskulinarium var opnaður í Austurríki árið 803 og bar þá fram tafelspitz (soðið nautakjöt með maukuðum eplum og næpu).

Elsta veitingahúsið - St Peter Stiftskulinarium.
Elsta veitingahúsið - St Peter Stiftskulinarium. Skjáskot/Instagram

Þýskaland

Veitingastaðurinn Wurstkuchl var opnaður árið 1146 í Regensburg í Þýskalandi. Staðurinn er þekktur fyrir þýskar pylsur og súrkál. 

Wurstkuchl í Þýskalandi.
Wurstkuchl í Þýskalandi. Skjáskot/Instagram

Bretland  Wales

Veitingastaðurinn The Old House í Wales á Bretlandseyjum hóf rekstur árið 1147 og bar á borð bökur með kartöflum og baunum. 

The Old House í Wales
The Old House í Wales Skjáskot/Instagram

Bretland  Skotland

The Sheep Hide Inn hefur borið fram steikur og steikta sveppi frá árinu 1360. 

The Sheep Heid Inn í Skotlandi.
The Sheep Heid Inn í Skotlandi. skjáskot/Instagram

Japan

Veitingastaðurinn Honke Owariya í Japan hefur verið að matreiða soba-núðlur og tempura frá árinu 1465.

Honke Owariya í Japan
Honke Owariya í Japan Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert